Image

Velkomin á heimasíðu Það er von

Um okkur

Það er Von eru góðgerðarsamtök sem styðja við fólk með fíknisjúkndóma og aðstandendur þeirra. Samtökin voru stofnuð árið 2019.
Eitt af okkar helstu markmiðum er að vinna gegn fordómum og skömm.
Við viljum gefa ykkur innsýn inn í baráttu fólks við fíknisjúkdóma ásamt því að deila sigrum fólks og vekja von.
Í stjórn Það er von eru einn karlmaður og þrjár konur. ​
Fyrir þá sem vilja styrkja starfsemi okkar með frjálsum framlögum bendum við á styrktarreikning okkar:
Rkn. 552-26-1565, Kt. 570919-0670
Hægt er að gerast Vonarliði og styrkja starfsemi Það er von mánaðarlega með því að fá greiðsluseðil í heimabanka.
Til þess þarf að fylla út þar til gert form í vefverslun.
This image for Image Layouts addon

Hlynur Kristinn Rúnarsson

Hlynur Kristinn Rúnarsson er 33 ára laganemi við Háskólann í Reykjavík.
Hann er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Það er von, og einn af stofnendum félagsins. Á þessari önn mun hann einnig ljúka fíkniráðgjafarnámi sem hann mun geta nýtt í hin mismunandi ráðgjafaverkefni. Hlynur hefur mikinn áhuga á dýrum, og hefur átt þónokkur í gegnum ævina. Hann er virkur í ræktinni og er mikill áhugamaður um allt sem viðkemur heilsusamlegum lífstíl. Hlynur hefur mikla ánægju af því að hjálpa fólki, og finnst honum gott að geta verið til staðar og hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Hann er einnig metnaðarfullur og nýtur þess að ná markmiðum sem hann eða jafnvel aðrir setja. Hlynur getur stundum verið aðeins of hreinskilinn, og alls ekki einhver yes-man, en þetta eru meðal annars þeir kostir sem gera hann að góðum stjórnarformanni og framkvæmdastjóra.
This image for Image Layouts addon

Ragna Kristinsdóttir

Ragna Kristinsdóttir er 52 ára fósturforeldri og aðstandandi, og er hún menntuð sem ljósmyndari. Hún gegnir stöðu gjaldkera Það er von og er einnig ein af stofnendum félagsins.
Ragna hefur víðtæka reynslu í viðskiptaheiminum, en hún hefur m.a. unnið í banka í Lúxemborg, á viðskiptastofu Landsbankans, og sem gjaldkeri húsfélaga. Síðastliðin 19 ár hefur hún unnið sem fósturforeldri og má segja að það sé hennar raunverulega köllun í lífinu, en árið 2022 var hún tilnefnd til verðlauna Heimilis og skóla fyrir vinnu hennar sem fósturforeldri. Ragna er mikill dýravinur, elskar að prjóna, og getur verið einstaklega stríðin. Hún er heiðarleg og hlý, og getur stundum verið þrjósk og ósveigjanleg, og eru það þessi persónueinkenni sem gera Rögnu svona færa í sínu starfi.
This image for Image Layouts addon

Margrét Petrína Hallsdóttir

Margrét Petrína Hallsdóttir, 30 ára, er læknir og stundaði hún sitt nám við háskólann í Debrecen, Ungverjalandi. Þar gegndi Margrét stöðu varaformanns nemendafélags alþjóðlegra nemenda við háskólann í Debrecen í tæp 3 ár þar sem hún sá m.a. um að standa vörð um réttindi samnemenda sinna. Hún hefur gífurlegan áhuga á geðheilbrigðismálum, heilbrigðiskerfinu sem heild, og fíknisjúkdómum almennt. Margrét er mjög ræðin, finnst gaman að segja og hlusta á sögur annarra, og er í raun mjög extroverted. Hún hefur mikla réttlætiskennd og má ekki sjá vegið að réttindum annarra án þess að reiðast, sem er mikilvægur kostur inn í okkar heilbrigðiskerfi.
This image for Image Layouts addon

Halldóra Jónsdóttir

Halldóra Jónsdóttir, kölluð Dóra, er 51 árs skurðhjúkrunarfræðingur starfandi í Fossvogi. Auk þess að hafa starfað sem skurðhjúkrunarfræðingur í 20 ár hefur hún einnig próf í sjúkraflutningum. Dóra hefur sinnt skaðaminnkun með sjálfboðastarfi hjá Frú Ragnheiði, og gerði í um 3-4 ár þar til hún flutti til Hólmavíkur fyrir 4 árum síðan. Athygli hennar á Það er von vaknaði þegar hún last viðtal við Hlyn um hugmynd félagsins um að stofna áfangaheimili og ákvað hún þá að byrja að styrkja félagið. Dóra er mikill kattarvinur, stórfyndin og hæfileikarík í sínu starfi. Hún hefur mikinn áhuga á skaðaminnkun sem og lífeðlisfræði, sem er ómetanlegt bæði sem
heilbrigðisstarfsmaður og einnig sem hluti af stjórn Það er von.
This image for Image Layouts addon

Anna Margrét Kristjánsdóttir

Anna Margrét Kristjánsdóttir er 32 ára lögfræðinemi. Hún lauk BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræði frá HA og fór beint í framhaldi af því í meistaranám í lögfræði við HR. Anna kláraði meistaranámið núna í vor með lokaritgerðinni sinni sem bar titilinn „Lyfjaakstur: hvenær telst ökumaður óhæfur til þess að stjórna ökutæli örugglega þegar lyf eru tekin samkvæmt læknisráði“. Í þeirri ritgerð leggur Anna sérstaka áherslu á ADHD lyf í þessu samhengi. Henni finnst stangveiði skemmtileg en dýrmætast er þó að verja tíma með fjölskyldunni. Anna er metnaðarfull, hógvær, algjör dugnaðarforkur sem tekur að sér hin ýmislegustu verkefni og bráðsnjöll, eiginleikar sem gagnast vel bæði sem móðir, í hennar starfi, og sem stjórnarmeðlimur Það er von.