Hlynur Kristinn Rúnarsson

Ég heiti Hlynur Kristinn Rúnarsson, ég er 31 árs gamall, ég er stjórnarformaður og stofnandi Það er Von samtakana.
Edrú dagurinn minn er 26 maí 2019. Ég er í lögfræði námi í Háskólanum í Reykjavík. Ég er einkaþjálfara menntaður, hef keppt í fitness og unnið við allskonar sölustörf. 

Minn draumur er að Það er Von verði félag sem breytir lífi fólks. 
Okkar markmið eru að veita fólki annað tækifæri í lífinu og á sama tíma veita öðrum von á samfélagsmiðlum og podcastinu. 

Ég hef gert mörg mistök á leiðinni og segi ég söguna mína í þeim tilgangi að sýna sem flestum að það er hægt að snúa við blaðinu og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Á sama tíma vonast ég til þess að saga mín verði öðrum forvörn. 

Ég vonast til þess að samtökin það er von stuðli að samkennd, kærleika, heiðarleika, umburðarlyndi, einlægni og von. 
Markmið okkar eru líka að vinna gegn fordómum og skömm sem vill oft plaga þá sem eru með fíknisjúkdóm. 

Image