17 mánuðir edrú

Þá hef ég verið edrú í 17 mánuði. Úr því að vera þræll næsta skammts. verandi andhverfa sjálfs míns, algjörlega niðurbrotinn, vonlaus. og í raun minn versti óvinur. Eins og ég sýndi ykkur núna nýlega, þá ekki bara leit ég hræðilega út heldur var staða mín í lífinu hreint út óbærileg, andlega og líkamlega.

Áfangasigrar eru mikilvægir. Margir sem fagna ekki hverjum mánuði. Sumum hættir að finnast það merkilegt að ná einum mánuð í viðbót. Ég aftur á móti fagna öllum mánuðum.

Mér finnst áfangasigrar frábært tækifæri til að skrifa pistil fara í gegnum hugrenningar mínar, fara yfir áskoranir mánaðarins og fara yfir líðan mína. Þetta er svona eins einhverskonar sjálfskoðun um mig til mín. Frábært þegar það getur orðið öðrum að gagni í leiðinni.

Ég ákvað að taka saman nokkrar myndir. Því þótt ég skrifi mikið um fíknisjúkdóm. Þá snýst líf mitt um að eiga innihaldsríkt líf. Að njóta samverustundar með fjölskyldu og vinum. Að leggja mig fram í uppbyggingu lífsins míns (náminu) sem er gríðarlega krefjandi og ofaná það allt er Það er von að fara á flug með þessa æðislegu nýju stjórn.

Þegar ég fer yfir æðislegu minningarnar sem ég hef skapað á siðustu 17 mánuðum verð ég meyr. Ég er þakklátur fyrir hvernig allt hefur einhvern veginn smollið saman þegar það hefur átt að gera það. Mér hefur ekki fundist það þegar það var að gerast en þegar ég lít til baka þá sé ég það. Ég er svo þakklátur fyrir hvað Það er Von hefur orðið svona fallegt framtak og að það muni vaxa og dafna.

Mig langar samt að segja eitt.

Ég fæ ennþá hugmyndir úr gamla kerfinu. Eins og þegar aðferðarfræðin er svona erfið að kannski þurfi ég bara að vera á concerta og ég fer strax í að réttlæta, að ég sé nú örugglega með athyglisbrest eða að það eru "allir" á concerta í háskólanum.. einnig hugsa ég stundum að ég þurfi að notast við smá stera til að verða flottari, hausinn réttlætir það líka.. þegar maður verður 35 ára þá lækkar testasterone og það er nú ekki ýkja langt í það.

Ég þarf alltaf að vera vakandi fyrir þessum lævísa sjúkdóm, því þetta er sjúkdómur sjálfsblekkingarinnar.

Hann reynir ekki að plata mann í 1 krakkmola... heldur beytir hann brellum og reynir að sannfæra mig að hugbreytandi efni gæti verið lausn á mögulegum vandamálum mínum.

Það er von.