Inga Margrét Benediktsdóttir

Ég heiti Inga Margrét Benediktsdóttir og hef verið aðstandandi auk þess að vera vinkona margra sem hafa kljást og eru að kljást við fíknsjúkdóm. Ég er menntuð heilsunuddari, b.s. í iðjuþjálfunarfræði og er í mastersnámi við kjörsviðið sálræn áföll og ofbeldi og stefni einnig á ráðgjafaskólann samhliða námi. En í dag er ég öryrki vegna ýmissa ástæða.

Þegar ég heyrði af því að Það er Von ætlar að opna áfanga heimili þar sem áfalla miðuð nálgun er í fararbroddi var ég fljót að sækja um í stjórn. Þau meðferðarúrræði sem eru starfandi í dag eru ekki með áfalla miðaðar nálgun en þess má geta að stór fjöldi þeirra sem kljást við fíknisjúkdóm eru að kljást við ýmis áföll bæði gegnum neyslu og fyrr á ævinni sem þarf að takast á við til þess að einstaklingar geti náð að líða vel í batanum. Ekki algilt en þó algengt.

Ég hef horft á fólk falla frá og fylgst með mörgum aðilum sökkva inn í fíkniefnaheiminn og það er mér mikið hjartans mál að geta unnið með þessum einstaklingum að einstaklingsmiðaðri nálgun í átt til bata því ekki er algilt að sama úrræði henti öllum. Eins á ég vini enn þann dag í dag sem eru í neyslu eða eru að reyna að brjóta sig út úr henni og margir þeirra hafa sálræn áföll og ofbeldi á bakinu sem þarf að vinna úr... en afeitrun ein og sér er ekki nóg fyrir þessa einstaklinga.

Ég tel sjálfa mig sem góðan fulltrúa á landsbyggðinni/norðurlandi fyrir samtökin. Ég er mjög skipulögð, framtakssöm og með mikinn drifkraft sem mun eflaust nýtast vel til þess að halda áfram uppbyggingu starfsemi Það er Von.

Image