Eðvarð Þór Grétarsson

Ég Heiti Eðvarð, ég er í sambúð og er 5 barna faðir. Edrúganga mín hófst 25. ágúst 2014 og hef því verið allsgáður í 6 ár.
Ég er sjómaður og starfa sem háseti og matsveinn. Ég hef einnig starfað sem bílstjóri og sjúkraflutningamaður. Neyslan mín var hörð og erfið og með edrúgöngunni hef eg fundið fyrir mikilli löngun til að fræða og hjálpa fólki og aðstandendum fíkla um úrræði og þá aðstoð sem er í boði.
Mér er mjög huglægt að fræða fólk um að fíkn og alkahólismi er sjúkdómur sem hægt er að vinna bug á. Mér finnst mikið atriði að fólk vakni til vitundar um að skömm og fordómar gagnvart veikum fíklum eiga ekki rétt á sér, því allir eiga von. Það er von.
Ég er stoltur af því að hafa verið valinn í stjórn Það er von og hlakka til að vinna að hag þeirra sem enn berjast.

Image